A jing and a jang

Hæ,

Afburðaslakandi skemmtun í dag að horfa á Ísland ná jöfnu gegn Dönum. Danir voru meira en lítið súrir, en svo sljákaði nú í þeim og þeir viðurkenndu það að kannski hefði andstæðingurinn nú bara spilað ágætlega. Guðjón Valur Sigurðsson sagði "fuck off" við þjálfara dana og svo féllust allir í faðma á eftir þegar geðshræring var komin á normal snúning.
Nú er bara að vinna Egyptana og tryggja okkur amk annað sætið og mæta aðeins skárri andstæðingum en Frökkum.

Að öðru leyti hefur þetta verið slök helgi. Hef ekki gert mikið, en þó var alveg brjálað að gera í vinnunni í gær og það var satt að segja áhugavert. Eitt símtalið var alla leið frá Hong Kong og þar fékk ég mann í eyrað sem hjó sig í gegnum enska tungu eins og enginn annar. Ég vona að ég hafi skilið hann rétt.

Danir eru uppteknir af því þessa dagana að gráta yfir því að hafa ekki unnið nóg af olympískum málmum þessa vikuna. Menntamálaráðherrann kom í beina útsendingu hundfúll..."við erum búnir að borga undir rass... á þessu fólki og það bara vinnur ekki neitt" já já... ansi skemmtilegt allt saman. Gott að hafa metnað engin spurning, en tja þetta eru nú manneskjur eftir allt saman.

Framundan er svo bara slökun á morgun og kannski maður setji í eina þvottavél og geri það kannski 2svar sinnum. Fái mér snarl og svo ætla ég að hreyfa mig smá...hef ekki gert mikið af því síðustu mánuði.

kveðja í bili og áfram Ísland.

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Usssss svakalegur leikur; þar lá danskurinn í því :) og þessi "flöðeskum" gaur á fullu í leikaraskapnum. Erfiður leikur gegn 7 Dönum og 2 Svíum.
Áfram Ísland :)
g
Nafnlaus sagði…
Þetta var nottlega bara ROSALEGUR leikur,það liggur við að ég sé en að ná mér niður.... Enn annars vona ég að þú hafir það af að þvo þvottinn ;) og bara hafðu það gott félagi

Vinsælar færslur